„Ótrúlega svekkjandi að fara héðan með ekki neitt“ sagði Guðni Eiríksson, annar þjálfari FH, eftir svekkjandi 3-2 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 FH
„Stelpurnar lögðu sig allar fram og áttu svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik“ sagði hann svo. Allt leit út fyrir að FH færi heim með eitt stig úr leiknum þangað til á 92. mínútu þegar að Andrea Rut Bjarnadóttir kom boltanum í netið fyrir Blika og lokatölur því 3-2 Breiðablik í vil.
FH á langt ferðalag fyrir höndum fyrir næsta leik þegar þær heimsækja lengjudeildarlið FHL í bikarnum. Aðspurður hvernig leikurinn leggst í liðið segir hann: „Bara vel. Þetta verður langt ferðalag með rútu og síðan önnur rúta fimmtudaginn til Akureyrar þannig það verður soldið setið í rútu núna næstu daga.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.