Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
   lau 25. maí 2024 16:44
Kári Snorrason
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fékk Grindavík í heimsókn fyrr í dag. Leikar enduðu 1-1 í skemmtilegum leik. Afturelding var hættulegra liðið en fóru illa með góð færi. Þjálfari Aftureldingar, Magnús Már kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Grindavík

„Við fáum vítaspyrnu og fleiri færi, þeir fengu betri færi en mér fannst við fá betri. Mér fannst við líklegri aðilinn til að vinna þetta. Við þurfum að gera betur en hér í dag, þetta er ekki nógu gott hjá okkur. Strákarnir vita það, við vitum það."

„Vantaði meiri hraða í aðgerðir og meiri kraft. Meiri ákveðni í mína menn, þeir eru betri en þeir sýndu hér í dag og ég veit að við munum sýna það í næstu leikjum."

Afturelding leitar enn af sínum fyrsta sigri í Lengjudeildinni eftir fjórar umferðir.

„Hörkuleikir sem við erum búnir að spila. Við lendum í tveimur leikjum manni færri, báðir heimaleikirnir enda 1-1 og við líklegri til að vinna. Þá vantar einhvern herslumun til að ná sigrinum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner