Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 25. ágúst 2021 09:40
Elvar Geir Magnússon
PSG reynir við Richarlison ef Mbappe fer til Spánar - Ronaldo orðaður við Man City
Powerade
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Kieran Trippier.
Kieran Trippier.
Mynd: Getty Images
Mbappe, Ronaldo, Haaland, Saul, Richarlison, Trippier, Van de Beek, Zouma og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Alvöru pakki á ferðinni! Hvaða hringekja fer af stað ef Mbappe fer til Real Madrid?

Paris St Germain hefur ekki svarað Real Madrid eftir að spænska félagið gerði 160 milljóna evra tilboð (137 milljónir punda) í Kylian Mbappe (22). (BBC)



PSG gæti reynt að fá brasilíska sóknarleikmanninn Richarlison (24) frá Everton til að fylla skarð Mbappe ef hann fer til Real Madrid. (Eurosport)

Cristiano Ronaldo (36) mun þrýsta á Juventus að selja sig til Manchester City. Hann vill ekki klára síðasta ár samnings síns við ítalska félagið. (L'Equipe)

Ronaldo hefur rætt um möguleg skipti til Man City við portúgalska félaga sína Bernardo Silva, Ruben Dias og Joao Cancelo. Talið er að Silva eða Aymeric Laporte gætu verið notaðir sem skiptimynt í tilboði City. (L'Equipe)

Manchester United er í góðri stöðu til að kaupa norska sóknarmanninn Erling Haaland (21) næsta sumar. Haaland er gríðarlega eftirsóttur en hann hefur skorað 62 mörk í 63 leikjum fyrir Borussia Dortmund. (Bild)

Chelsea gæti fengið samkeppni frá Manchester United ef félagið leggur aukna áherslu á að fá spænska miðjumanninn Saul Niguez (26) lánaðan frá Atletico Madrid. (Guardian)

Atletico Madrid hefur áhuga á að fá spænska miðjumanninn Pablo Sarabia (29) frá PSG ef Saul fer. (Marca)

Arsenal hefur rætt við Atletico Madrid um möguleg kaup á enska hægri bakverðinum Kieran Trippier (30) sem vill þó frekar fara til Manchester United. Arsenal er ekki tilbúið að ganga að 34 milljóna punda verðmiðanum á Trippier. (Eurosport)

Tottenham hefur rætt við Lyon um miðjumanninn Houssem Aouar (23). (Sky Sports)

Brasilíski vængmaðurinn Willian (33), enski hægri bakvörðurinn Ainsley Maitland-Niles (23), enski sóknarmaðurinn Eddie Nketiah (22), spænski varnarmaðurinn Hector Bellerín (26), úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira (25), enski vængmaðurinn Reiss Nelson (21) og bosníski vinstri bakvörðurinn Sead Kolasinac (28) gætu allir yfirgefið Arsenal í næstu viku. (Standard)

West Ham íhugar að gera tilboð í Gaetan Laborde (27), sóknarmann Montpellier, en franska félagið gæti farið fram á að minnsta kosti 12,5 milljónir punda fyrir Frakkann. (Le10Sport)

Hamrarnir eru vongóðir um að fá Kurt Zouma (26), miðvörð Chelsea. (Telegraph)

West Ham íhugar að gera tilboð í króatíska vængmanninn Nikola Vlasic (23) hjá CSKA Moskvu fyrst það stefnir í að Jesse Lingard (28) verði áfram á Old Trafford. (Telegraph)

Umboðsmenn hollenska landsliðsmannsins Donny van de Beek (24) hafa ýtt frá sér áhuga á miðjumanninum sem er ákveðinn í að koma sér í liðið hjá Manchester United. (Times)

Neco Williams (20), hægri bakvörður Liverpool og Wales, gæti verið áfram hjá Anfield en áhuginn á honum hefur dvínað undanfarnar vikur. (Liverpool Echo)

Marc Overmars gæti tekið við af Edu hjá Arsenal. (Express)

Inter ætlar að gera 30 milljóna evra tilboð argentínska framherjann Joaquin Correa (27) hjá Lazio. (Fabrizio Romano)

Franska félagið Lyon hefur samþykkt fimmtán milljóna punda tilboð Burnley í Maxwel Cornet (24). (Sky Sports)

Úrúgvæski miðjumaðurinn Federico Valverde (23) hefur samþykkt nýjan samning við Real Madrid til 2027. (Goal)

Varnarmaðurinn Sergi Roberto (29) og miðjumaðurinn Sergio Busquets (33) eru að ná samkomulagi við Barcelona um launaskerðingu. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner