Hinn ungi og efnilegi Alexander Már Þorláksson átti mjög góða innkomu fyrir ÍA þegar liðið vann 3-1 sigur gegn KR í Pepsi-deildinni í dag.
„Þetta var mjög fínt. Þrátt fyrir að við séum í þessari stöðu þá var þessi leikur mjög góður. Þeir byrjuðu leikinn vel en við náðum að róa leikinn og skapa okkur færi."
„Ég lagði mitt af mörkum og náði að leggja annað markið upp."
Faðir Alexanders er Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, og tvíburabróðir er Indriði Áki leikmaður Vals. Alexander segir að það sé enginn rígur milli þeirra bræðra.
„Við samgleðjumst bara hvor öðrum þegar það gengur vel. Það er ekkert vesen."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir