Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 26. mars 2021 14:15
Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði: Skýrara hvað við áttum að gera í síðari hálfleik
Icelandair
Jón Daði í baráttunni við Antonio Rudiger í leiknum í gær.
Jón Daði í baráttunni við Antonio Rudiger í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur á móti Þjóðverjum. Þeir eru erfiðir að eiga við. Við fengum tvö mörk á okkur snemma og þetta var bratt eftir það," sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í undankeppni HM í gær.

„Síðari hálfleikur var miklu betri að mínu manni. Það var skýrara hvað við áttum að gera. Við vöknuðum, fórum að pressa meira og það gekk ágætlega upp. Maður veit aldrei hvernig þetta hefði farið ef við hefðum náð kannski að fara með 0-0 í hálfleik."

Jón Daði var einn frammi hjá ísenska liðinu í gær. „Þetta var erfitt. Þetta var mikið af hlaupum og maður var lítið í boltanum, eðlilega kannski. Maður er svolítið lemstraður í dag en verður klár í næsta leik."

Næsti leikur Íslands er strax á sunnudaginn gegn Armeníu. „Næsti leikur er strax, það er engin pása. Við erum með gott teymi til að gera mann kláran fyrir þann leik," segir Jón Daði en han er klár í að spila þrjá leiki á einni viku. „Já, já, ég er í Championship og það er nóg af leikjum þar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir