Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   mið 26. apríl 2023 20:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Sandra María: Ég held að það verði aldrei auðvelt að mæta okkur
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen fyrirliði Þór/KA
Sandra María Jessen fyrirliði Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Þór/KA gerðu sér ferð í Garðabæinn í kvöld þar sem þær mættu gríðarlega sterku liði Stjörnunnar í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. 

Það mátti búast við hörku leik milli þessara liða og svo varð sannarlega raunin þar sem Þór/KA unnu gríðarlega sterkan útisigur á Samsungvellinum í Garðabæ.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Þór/KA

„Fyrst og fremst rosalega stolt. Þetta er rosalega góður sigur í fyrstu umferð þetta er ekki auðveldur útivöllur sem við vorum að taka þrjú stig á og ég held að þetta setji ákveðin tón fyrir sumarið." Sagði Sandra María Jessen fyrirliði Þórs/KA eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var kannski ekki besti fótboltaleikurinn upp á fótboltalegu hliðina að gera en þetta var rosalega mikil barátta, liðsheild, vilji og bara iðnaðarsigur, það má segja það."

Þór/KA er spáð um miðbik deildar af helstu sérfræðingum á meðan Stjörnukonum er spáð í efstu sætin svo það gaf Þór/KA mikið að sækja sterk stig á þessum útivelli.

„Já að sjálfsögðu er það rosalega gott og það gefur líka rosalega gott fyrir sjálfstraustið og við náðum bara að sýna og sanna að við eigum klárlega inni frá því síðasta sumar, við áttum ekki okkar besta tímabil í fyrra, við erum búnar að samstilla okkur og orðnar þéttari varnarlega og búnar að ná að beita enn betri skyndisóknum og ég held að við munum ná að gefa öllum liðum alvöru leik og ég held að það verði aldrei auðvelt að mæta okkur."

Nánar er rætt við Söndu Maríu Jessen í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner