
Þór/KA gerðu sér ferð í Garðabæinn í kvöld þar sem þær mættu gríðarlega sterku liði Stjörnunnar í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.
Það mátti búast við hörku leik milli þessara liða og svo varð sannarlega raunin þar sem Þór/KA unnu gríðarlega sterkan útisigur á Samsungvellinum í Garðabæ.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 1 Þór/KA
„Fyrst og fremst rosalega stolt. Þetta er rosalega góður sigur í fyrstu umferð þetta er ekki auðveldur útivöllur sem við vorum að taka þrjú stig á og ég held að þetta setji ákveðin tón fyrir sumarið." Sagði Sandra María Jessen fyrirliði Þórs/KA eftir leikinn í kvöld.
„Þetta var kannski ekki besti fótboltaleikurinn upp á fótboltalegu hliðina að gera en þetta var rosalega mikil barátta, liðsheild, vilji og bara iðnaðarsigur, það má segja það."
Þór/KA er spáð um miðbik deildar af helstu sérfræðingum á meðan Stjörnukonum er spáð í efstu sætin svo það gaf Þór/KA mikið að sækja sterk stig á þessum útivelli.
„Já að sjálfsögðu er það rosalega gott og það gefur líka rosalega gott fyrir sjálfstraustið og við náðum bara að sýna og sanna að við eigum klárlega inni frá því síðasta sumar, við áttum ekki okkar besta tímabil í fyrra, við erum búnar að samstilla okkur og orðnar þéttari varnarlega og búnar að ná að beita enn betri skyndisóknum og ég held að við munum ná að gefa öllum liðum alvöru leik og ég held að það verði aldrei auðvelt að mæta okkur."
Nánar er rætt við Söndu Maríu Jessen í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |