Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
banner
þriðjudagur 29. apríl
Besta-deild kvenna
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
mánudagur 28. apríl
Championship
Leeds 2 - 0 Bristol City
Frauen
Wolfsburg W 2 - 1 Hoffenheim W
Serie A
Verona 0 - 1 Cagliari
Lazio 2 - 2 Parma
Udinese 0 - 0 Bologna
mán 28.apr 2025 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 6. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Njarðvíkingum er spáð sjötta sætinu.

Njarðvík er spáð sjötta sætinu.
Njarðvík er spáð sjötta sætinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar hefur gert mjög vel með Njarðvík.
Gunnar Heiðar hefur gert mjög vel með Njarðvík.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maðurinn sem á að skora flest mörkin, Dominik Radic.
Maðurinn sem á að skora flest mörkin, Dominik Radic.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Oumar Diouck hefur spilað með Njarðvík í nokkur ár.
Oumar Diouck hefur spilað með Njarðvík í nokkur ár.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Bjarki, leikmaður til að fylgjast með.
Tómas Bjarki, leikmaður til að fylgjast með.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amin Cosic er líka mjög spennandi leikmaður.
Amin Cosic er líka mjög spennandi leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær á að vera einn besti markvörður Lengjudeildarinnar.
Aron Snær á að vera einn besti markvörður Lengjudeildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar kom frá Selfossi.
Valdimar kom frá Selfossi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Njarðvík í sumar?
Hvað gerir Njarðvík í sumar?
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Njarðvík, 136 stig
7. ÍR, 112 stig
8. Grindavík, 101 stig
9. Leiknir R., 100 stig
10. Fjölnir, 82 stig
11. Selfoss, 49 stig
12. Völsungur, 24 stig

6. Njarðvík
Í sjötta sæti í spánni er Njarðvík en þar vilja þeir klárlega ekki vera. Þeir vilja án efa fara einu sæti ofar að minnsta kosti og ná þannig umspilinu um að komast í efstu deild. Njarðvík er bara komið á þann stað í dag að þeir vilja vera berjast um það að komast upp í Bestu deildina. Innkoma Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í félagið hefur skipt miklu máli en liðið er á leið inn í sitt annað heila tímabil með hann við stjórnvölinn. Þeir voru stálheppnir að falla ekki sumarið 2023 en í fyrra tóku þeir mjög jákvæð skref fram á við og voru lengi vel í baráttunni um að komast í umspilið. Það var bara slæmur endasprettur sem kom í veg fyrir það að þeir kæmust þangað inn. Vonandi fyrir stuðningsmenn Njarðvíkur, þá setti það blóð á tennurnar þannig að þeir komi enn hungraðari inn í þetta sumar.

Þjálfarinn: Gunnar Heiðar tók við Njarðvík á miðju sumri 2023. Hann kom með jákvæðni og ferskleika inn í starfið þegar það þurfti á því að halda, og lyfti þessu skemmtilega upp. Gunnar átti glæsilegan feril sem leikmaður í fjölda ára bæði hérlendis og erlendis. Gunnar Heiðar er frá Vestmannaeyjum þar sem hann lék með ÍBV og KFS en auk þess spilaði hann með Halmstads BK, Hannover 96, Valerenga, Esbjerg FB, Reading, Fredrikstad FK, IFK Norrköping, Konyaspor og BK Hacken á frábærum ferli. Gunnar Heiðar lék 24 A landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Hans fyrsta þjálfarastarf var með KFS í Vestmannaeyjum og náði hann þar virkilega flottum árangri, en svo stýrði hann Vestra í Lengjudeildinni sumarið 2022. Núna er hann á leið inn í sitt annað heila tímabil með Njarðvík en leiðin liggur upp á við fyrir hann á þjálfaraferlinum og er erfitt að sjá það ekki gerast að félög í Bestu deildinni fari að horfa til hans ef störf losna þar.

Álit Badda
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gera sig gildandi í þeirri baráttu um að komast upp
„Njarðvíkingar koma á góðu róli inn í mótið eftir flott tímabil í fyrra þar sem þeir voru í toppbaráttu lengi vel en missa svo af sæti í umspilinu, veturinn hefur verið flottur hjá þeim og Gunnar Heiðar heldur áfram sinni vegferð þar sem mér finnst liðið alltaf vera að bæta sig undir hans stjórn."

„Njarðvík sýndi hvers megnugir þeir eru gegn öflugu Stjörnuliði um daginn og ég sé þá koma af krafti inn í þetta mót og gera sig gildandi í þeirri baráttu um að komast upp."

„Umhverfið í kringum Njarðvíkurliðið er alltaf að verða meira og betra og hefur það hjálpað mikið til við að stækka félagið, það var alltaf rosalegt bil milli Njarðvíkur og Keflavíkur en það er orðið hættulega lítið, sérstaklega að mati Keflvíkinga, það hefur gerst með mikilli og góðri vinnu innan félagsins sem hefur að endingu skilað sér út á völlinn."


Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í fótbolta. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í Lengjudeildinni.

Lykilmenn: Dominik Radic og Oumar Diouck
Radic er sá sem á að skora mörkin í Njarðvík í sumar. Skoraði grimmt fyrri hluta síðasta tímabils en dró aðeins af honum seinni hlutann þar sem hann virkaði hreinlega bensínlaus. Njarðvíkingar þurfa að finna leið til þess að halda honum ferskum í allt sumar því hann er svo sannarlega með gæðin til að klára fyrir þá leiki. Diouck er af mörgum talinn einn besti leikmaður liðsins. Hann hefur kraft, hraða, mörk, stoðsendingar og allt sem þú vilt frá vængmanninum þínum. Hefur verið einn af burðarásum liðsins frá því hann kom til félagsins og skorað ófá mikilvæg mörkin fyrir Njarðvikinga. Hann hefur klárlega hæfileikana til að lyfta liði Njarðvíkur enn hærra en hann hefur þegar gert.

Gaman að fylgjast með: Tómas Bjarki Jónsson
Margir eiga eflaust eftir að fylgjast vel með mönnum eins og Freysteini Inga eða Amin Cosic sem búist er við að taki skref fram á við í sumar og þeir eiga klárlega skilið ‘shout’ hér. Sá sem er að fljúga svolítið undir radarinn er Tómas Bjarki. Spilaði mikið bakvörð síðasta sumar en Gunnar Heiðar hefur fært hann inn á miðjuna á þessu tímabili þar sem hann hefur verið að finna sig frábærlega á undirbúningstímabilinu. Hefur verið að stíga upp í leiðtogahlutverk og verður virkilega áhugavert að fylgjast með hans framþróun í sumar.

Komnir:
Valdimar Jóhannsson frá Selfossi
Arnleifur Hjörleifsson frá ÍA á láni
Davíð Helgi Aronsson frá Víkingi R. á láni
Bartosz Matoga frá Árbæ
Ýmir Hjálmsson frá Kára

Farnir:
Hreggviður Hermannsson í Keflavík
Daði Fannar Reinhardsson á láni í Árbæ
Ibra Camara til Spánar

Samningslausir:
Kaj Leo Í Bartalsstovu (1991)
Indriði Áki Þorláksson (1995)



Fyrstu þrír leikir Njarðvíkur:
2. maí, Njarðvík - Fylkir (Nettóhöllin-gervigras)
10. maí, Njarðvík - Völsungur (Rafholtsvöllurinn)
16. maí, Njarðvík - ÍR (Rafholtsvöllurinn)
Athugasemdir