Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   sun 28. júní 2020 17:06
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Guðmunds: Glórulaus dómur
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara hrikalega ánægður með mína menn. Menn lögðu allt í þetta og börðust vel og það eina sem er svekkjandi er að við skyldum ekki njóta góðs af því og taka allavega eitt stig með okkur héðan.“
Sagði Gunnar Guðmundsson um leik sinna manna í dag eftir 1-0 tap Þróttar gegn Grindavík suður með sjó í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Þróttur R.

Um ramman reip var að draga fyrir leikmenn Þróttar en þeir léku manni færri fá 29. mínútur þegar Guðmundur Friðriksson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Deildar meiningar voru á vellinum um réttmæti seinna spjaldsins. Hvernig horfði atvikið við Gunnari?

„Algjörlega glórulaus dómur. Þetta er bara algjör óheppni að hendin slæmist í Gunnar og fáránlegt að gefa gult spjald fyrir þetta.“

Þróttarar fengu þó færi í leiknum og sennilega það besta undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Þórður Albertsson slapp innfyrir vörn Grindavíkur en setti boltann í stöngina einn gegn markmanni.

„Það hefði verið gott að komast yfir þarna í fyrri hálfleik en svona er þetta, við fengum ekkert með okkur núna en þá er bara horfa fram á veginn og taka næsta leik.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner