„Þetta er hrikaleg súrt. Þetta er annan leikinn í röð sem við förum með óbragð í munninum inn í klefa." Segir svekktur Ómar Ingi Guðmundsson eftir 2-2 jafntefli hans manna í HK gegn ÍBV í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 2 - 2 ÍBV
HK komst 2-0 yfir í leiknum eftir að hafa verið betri mest allan leikinn. Eftir það lagðist liðið of djúpt niður og fékk á sig tvö ódýr mörk.
„Þetta þróaðist bara þannig. Fram að því stjórnuðum við leiknum og Guy Smit heldur þeim inn í þessu. Svekkjandi að nýta færin ekki betur og falla svona aftarlega."
Annan leikinn í röð glutrar HK niður forystu. Liðið er búið að missa af efri hlutanum og er ekki ennþá búnir að losa sig algjörlega úr fallbaráttu.
„Þetta er svekkjandi. Það er samt ekki bara þetta. Það er líka heimaleikur gegn Stjörnunni þar sem við verjumst gríðarlega vel en Stjarnan skorar svo rangstöðumark. ÍBV kemst til baka inn í leikinn í dag með rangstöðumarki. Gífurlega svekkjandi að vera missa svona leiki niður á heimavelli í þeirri baráttu sem við erum í"
Anton Sojberg spilaði ansi vel í dag. Skoraði mark og nældi sér í flotta stoðsendingu að auki.
„Hann er hörkuspilari og við vissum það alveg. Þú spilar ekki svona mikið í efri hlutanum í B deild í Danmörku ef þú ert ekki með hæfileika. Eftir að hann kom sér betur inn í hlutina og kynntis tliðinu vissum við að hann myndi nýtast okkur vel og hann hefur gert það"
Athugasemdir