Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 15. september 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Valtýr Björn spáir í 20. umferð í Pepsi-deildinni
Valtýr Björn tekur viðtal.
Valtýr Björn tekur viðtal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur verður Íslandsmeistari á sunnudag samkvæmt spáni hjá Valtý.
Valur verður Íslandsmeistari á sunnudag samkvæmt spáni hjá Valtý.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson jafnaði besta árangur sumarsins með því að fá fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni í gær.

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana í deildinni en næsta umferð er strax á sunnudag. Valtýr Björn Valtýsson á sporttv.is spáir í leikina að þessu sinni. Valtýr spáir því að Valur tryggi Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag.



Grindavík 1 - 1 Breiðablik (16:00 á sunnudag)
Fyrri leikurinn fór 0-0 en ég held að þessi fari 1-1.

KR 2 - 1 KA (16:00 á sunnudag)
Þó að KA sé í 5. sæti þá vantar meira jafnvægi í þeirra leik. Ég held að Willum berji sína menn til sigurs.

ÍA 1 - 3 Stjarnan (16:00 á sunnudag)
Stjarnan verður að vinna þennan leik til að halda 2. sætinu og vera áfram í baráttunni. Ég held að þeir geri það. Þeir vinna 0-2 eða 1-3.

FH 3 - 1 ÍBV (16:00 á sunnudag)
FH vann fyrri leikinn 1-0 og þeir klára þennan 3-1.

Víkingur Ó. 1 - 1 Víkingur R. (16:00 á sunnudag)
Það eru ekki nema þrjú stig á milli þessara liða. Með jafntefli fer Víkingur Reykjavík langt með að tryggja sig og ég held að þessi leikur fari 1-1 eða 2-2.

Valur 2 - 0 Fjölnir (19:15 á sunnudag)
Ég held að Valur vinni þetta. Þeir eru með svakalega fínt lið og Óli Jó og Sigurbjörn eru að gera stórkostlega hluti. Það er gaman að horfa á þetta Valslið.

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 4 réttir
Rikki G - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Hjörvar Hafliðason - 3 réttir
Kristófer Sigurgeirsson - 3 réttir
Einar Örn Jónsson - 2 réttir
Doddi litli - 2 réttir
Lárus Orri Sigurðsson - 2 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Kjartan Atli Kjartansson - 1 réttur
Guðlaugur Baldursson - 0 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson - 0 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner