banner
   fös 27. júlí 2018 12:53
Elvar Geir Magnússon
Fylkisvöllur ekki klár fyrir mánudag - Valsmenn mæta í Egilshöllina
Ný mynd af Fylkisvelli.
Ný mynd af Fylkisvelli.
Mynd: Fylkir
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Leikur Fylkis og Vals á mánudagskvöldið verður leikinn í Egilshöll. Vonast var eftir því að spila á nýju gervigrasi á Floridana-vellinum í Árbænum.

„Þrátt fyrir að framkvæmdirnar gangi vel næst því miður ekki að klára allt fyrir mánudaginn en gert er ráð fyrir að allt sem tengist vellinum sjálfum klárist í næstu viku," skrifar Hörður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fylkis, á Facebook síðu félagsins.

„Eins og sést á meðfylgjandi mynd er verkið langt komið og fara næstu dagar í að setja línur og innfyllingu í völlinn. Félagið reyndi að fresta leiknum en vegna þátttöku Vals í Evrópukeppninni tókst ekki að finna nýjan tíma fyrir leikinn."

„Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil með seinkun framkvæmdanna þá er það mikill léttir að sjá fyrir endan á þessu og að það styttist í að við getum farið að nota þessa frábæru aðstöðu. Það eru frábærir tíma framundan í Árbænum."

Fylkismenn hafa leikið heimaleiki sína í Egilshöllinni í sumar en liðið er í fallsæti í Pepsi-deildinni eftir fimm tapleiki í röð.

Leikirnir framundan í Pepsi-deildinni:

sunnudagur 29. júlí
16:00 ÍBV-KA (Hásteinsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)

mánudagur 30. júlí
19:15 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
19:15 Keflavík-Breiðablik (Nettóvöllurinn)
19:15 Fylkir-Valur (Egilshöll)
19:15 KR-Grindavík (Alvogenvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner