Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. júlí 2018 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Mjög líklegt að Ólafur Ingi spili næsta leik Fylkis
Ólafur Ingi á æfingu með landsliðinu í Rússlandi í sumar.
Ólafur Ingi á æfingu með landsliðinu í Rússlandi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis í Pepsi-deild karla segir það vera mjög líklegt að landsliðsmaðurinn, Ólafur Ingi Skúlason spili sinn fyrsta leik fyrir Fylki í sumar í næsta leik liðsins gegn Val á mánudaginn.

„Hann verður byrjaður að æfa með okkur þegar leikurinn fer fram," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis en Ólafur Ingi hefur verið í fríi eftir HM í Rússlandi.

Hann segir að þrátt fyrir að Ólafur Ingi byrji að spila með Fylki á nýjan leik eftir dvöl í atvinnumennsku undanfarin ár verði það þó ekki svo að allt snúist um Ólaf hjá Fylki.

„Fylkir mun aldrei snúast bara um Ólaf Inga Skúlason. Okkar lið mun ekki snúast bara um Óla heldur er þetta við allir að róa í sama bátnum og í sömu átt til að ná fram góðum úrslitum. Þetta snýst um það. Ólafur er bara einn mikilvægur hlekkur í því eins og margur annar í liðinu okkar," sagði Helgi en Fylkir er sem stendur í fallsæti deildarinnar með 11 stig að loknum þréttan umferðum, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Fylkir heldur áfram að leika heimaleiki sína í Egilshöllinni en vonast var eftir því að leikur Fylkis og Vals gæti farið fram á nýlögðu gervigrasi Fylkis í Árbænum en það gekk ekki eftir.

„Ég er hvorki að væla né að hlæja yfir því. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við og við þurfum að mæta leiks þar, alveg sama hvar við spilum og halda áfram að vinna í okkar málum."

„Það er engin launung við því, auðvitað hefðum við viljað spila þennan leik úti og við reyndum allt til þess. Valur gat ekki orðið að ósk okkar um breytingu á leikdegi og það var fúlt," sagði Helgi sem segir það ekkert þýða að væla yfir þessu.

„Þetta er engin óskastaða en þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna með."

sunnudagur 29. júlí
16:00 ÍBV-KA (Hásteinsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)

mánudagur 30. júlí
19:15 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
19:15 Keflavík-Breiðablik (Nettóvöllurinn)
19:15 Fylkir-Valur (Egilshöll)
19:15 KR-Grindavík (Alvogenvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner