Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 03. september 2023 12:00
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 20. umferðar - „Verður alltaf í Bestu deildinni á næsta ári“
Lengjudeildin
Hinrik Harðarson er leikmaður umferðarinnar.
Hinrik Harðarson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Omar Sowe.
Omar Sowe.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Johannes Vall.
Johannes Vall.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er rosaleg spenna í Lengjudeildinni, nú þegar tvær umferðir eru eftir. Þrjú lið eru hnífjöfn í fallbaráttunni og Skagamenn eru komnir í toppsætið. Hér er úrvalslið 20. umferðar.

Leikmaður umferðarinnar:
Hinrik Harðarson
Þessi nítján ára sóknarmaður var gjörsamlega geggjaður þegar Þróttur slátraði Grindavík 5-0.

„Hvað er eiginlega hægt að segja? Skorar þrjú mörk, fiskar víti og fær heiðursskiptingu. Ekki hægt að biðja um neitt meira. Þessi mörk voru líka ótrúlega flott og vel tekin. Sláin inn og bara ótrúlega yfirvegaður fyrir framan markið," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu um leikinn.

„Hann verður ekki með Þrótti á næsta ári, liðin í efstu deild eru alltaf að sækja leikmenn. Það er enginn að fara að sleppa svona gæja, markaskorara með þak sem maður veit ekki hvar er þessa dagana. Hann verður alltaf í Bestu deildinni," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.



Baldur Hannes Stefánsson, fyrirliði og varnarmaður Þróttar, er einnig í úrvalsliðinu.

ÍA hefur tekið toppsætið í deildinni og er með þriggja stiga forystu eftir 3-2 útisigur gegn Þór. Jón Þór Hauksson er þjálfari umferðarinnar og í úrvalsliðinu eru Johannes Vall og Viktor Jónsson. Viktor skoraði og lagði upp fyrir norðan.

Basl Aftureldingar heldur áfram en liðið tapaði 4-2 fyrir Fjölni í Grafarvogi. Bjarni Gunnarsson skoraði tvö mörk í leiknum og var maður leiksins. Axel Freyr Harðarson var frábær á hægri kantinum.

Vestri og Leiknir hafa tryggt sér í úrslitakeppnina um að komst upp í Bestu deildina. Vestri rúllaði yfir Ægi í Kórnum 5-0 þar sem Benedikt Waren var óaðfinnanlegur. Tvö mörk og tvær stoðsendingar. Leiknir fór til Njarðvíkur og vann 4-2 sigur. Daníel Finns Matthíasson skoraði tvö og var valinn maður leiksins og Omar Sowe skoraði einnig.

Selfoss vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur gegn Gróttu. Adrian Sanchez skoraði eina mark leiksins þegar rúmlega sex mínútur voru komnar yfir hefðbundinn lektíma. Stefán Þór Ágústsson markvörður er einnig í úrvalsliðinu.

Lið umferðarinnar:
19. umferð - Benedikt Warén (Vestri)
18. umferð - Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
17. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
16. umferð - Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Útvarpsþátturinn - Risaverkefni Blika og enskt gluggauppgjör
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner