Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
Núna er aðeins ein umferð eftir af Bestu deild kvenna en 22. umferðin var leikin á dögunum. Sterkasti leikmaðurinn í þeirri umferð var Hulda Hrund Arnarsdóttir úr Stjörnunni.
Hulda Hrund kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í leiknum gegn Þór/KA en það nægði henni að spila aðeins rétt rúman hálftíma til að vera besti leikmaður vallarins.
Það má klárlega segja að innkoma hennar hafi breytt leiknum en Stjarnan vann að lokum 1-3.
„Hulda kemur inná á 57 mín og þvílíkur leikur hjá henni, ekkert hrædd við að keyra á varnarmenn Þór/KA og var alltaf ógnandi þegar hún fékk boltann," sagði Daníel Darri Arnarsson í skýrslu sinni frá leiknum.
Hulda skoraði tvö mörk og hjálpaði Stjörnunni að landa mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Stjarnan er tveimur stigum á eftir Breiðabliki fyrir lokaumferðina.
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
13. umferð - Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
14. umferð - Katie Cousins (Þróttur R)
15. umferð - Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
16. umferð - Monica Wilhelm (Tindastóll)
17. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
18. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
19. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
20. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
21. umferð - Murielle Tiernan (Tindastóll)
Athugasemdir