Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fim 21. september 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 21. umferð - Endaði tímabilið með látum
Murielle Tiernan (Tindastóll)
Murielle Tiernan.
Murielle Tiernan.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Murielle Tiernan er að sjálfsögðu leikmaður 21. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Hún átti sannkallaðn stórleik er Tindastóll vann 7-2 sigur á ÍBV og hélt sér þar með uppi í deildinni.

Það var erfitt að velja leikmann sem skoraði þó fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu sem mann leiksins," skrifaði Bogi Sigurbjörnsson í skýrslu sinni.

„Murr var frábær í dag og þótt hún hafði skorað fjögur mörk og gefið stoðsendingu var erfitt að velja mann leiksins, því það voru svo margar góðar í dag."

Fjögur mörk og ein stoðsending, það skilar þér yfirleitt titlinum 'leikmaður umferðarinnar'.

Murielle átti frábært sumar með Tindastóli og endaði hún það sérstaklega vel. Hún skoraði alls átta mörk í 20 leikjum og var hún mikilvæg í því að Stólarnir héldu sér uppi. Það er vonandi fyrir Tindastól að hún mæti aftur á næsta tímabili en hún virðist vera búin að koma sér ansi vel fyrir í Skagafirðinum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
13. umferð - Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
14. umferð - Katie Cousins (Þróttur R)
15. umferð - Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
16. umferð - Monica Wilhelm (Tindastóll)
17. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
18. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
19. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
20. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Athugasemdir
banner
banner
banner