Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 15. september 2023 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 20. umferð - Kom að öllum mörkunum
Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þróttur er að reyna að komast í Meistaradeildina.
Þróttur er að reyna að komast í Meistaradeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katla Tryggvadóttir er sterkasti leikmaður 20. umferðar í Bestu deild kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Hún átti góðan leik í sigri Þróttar gegn FH í Kaplakrika og kom að öllum mörkum liðsins.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 20. umferðar - Í þriðja sinn í röð

Katla kom að öllum mörkum Þróttar í 2-3 sigri í Kaplakrika. „Sýndi gæði sín oft á tíðum og átti stóran þátt í öllum mörkum Þróttar. Skorar fyrsta markið, á lykilsendingu í marki tvö og skorar úr vítinu í þriðja markinu," skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir í skýrslu sinni frá leiknum.

Katla hefur í sumar spilað lykilhlutverk í liði Þróttar sem er í mikilli baráttu um annað sæti Bestu deildarinnar, sem er Meistaradeildarsæti. Stjarnan, Breiðablik og Þróttur eru að berjast um þetta sæti þegar liðin eiga þrjá leiki eftir.

Þetta er í annað sinn í sumar þar sem Katla er leikmaður umferðarinnar, hún var líka best í fyrstu umferð. Það eru ágætis líkur á því að hún fari í atvinnumennsku eftir tímabilið en það hefur verið áhugi á henni ytra.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
13. umferð - Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
14. umferð - Katie Cousins (Þróttur R)
15. umferð - Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
16. umferð - Monica Wilhelm (Tindastóll)
17. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
18. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
19. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
Heimavöllurinn: Þrír í röð hjá Val, rán í Krikanum og biluð botnbarátta
Athugasemdir
banner
banner
banner