Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   þri 05. september 2023 14:09
Elvar Geir Magnússon
Mainz
Kristian: Geggjað að spila með þessu liði og fyrir þessa áhorfendur
Icelandair
Kristin Hlynsson.
Kristin Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn nítján ára gamli Kristian Hlynsson vonast til þess að fá sinn fyrsta landsleik fyrir A-landsliðið í þessum glugga. Kristian er einn allra mest spennandi leikmaður Íslands og lék um helgina sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Ajax í hollensku deildinni.

Kristian spjallaði við Fótbolta.net við Rínarbakka í Mainz í dag. Hvernig er hann að finna sig í hópnum?

„Mér finnst ég finna mig vel. Þetta eru allt góðir strákar og góðir fótboltamenn," segir Kristian sem segir ekkert í landsliðsumhverfinu hafa komið sér á óvart.

Andinn í hópnum er á þá leið að leikmenn ætla sér sex stig úr glugganum, útleiknum gegn Lúxemborg og heimaleiknum gegn Bosníu.

„Það er 100%. Við ætlum að vinna þessa tvo leiki og sjá hvert það tekur okkur, hvort við séum þá komnir nær þessu. Maður vonast eftir því að fá að koma inná og sýnt að maður geti spilað á þessu 'leveli'."

Það eru ferskir vindar í landsliðshópnum og efnilegir leikmenn innanborðs sem munu verða burðarásar næstu árin, þar á meðal er Kristian.

„Ég og Orri (Steinn Óskarsson) erum báðir 2004 og svo eru menn 2003 og 2002. Það eru margir ungir og efnilegir. Ég held að það sé bara gott fyrir hópinn að vera bæði með eldri og reyndari í bland við unga og efnilega."

Kristian var ekki með U19 landsliðinu í lokakeppni EM í sumar þar sem Ajax hleypti honum ekki í það verkefni. Kristian segir að það hafi ekki komið sér á óvart því Ajax hefur áður ekki hleypt mönnum sem eru í aðallðshópnum í lokamót

Hann segir það svekkjandi að hafa ekki getað fengið að fylgja félögum sínum í lokakeppnina. „Þeir stóðu sig vel en það hefði verið gaman að vera með."

Eins og áður segir þá lék Kristian sinn fyrsta heila leik með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Fortuna Sittard.

„Það er geggjað að spila með þessu liði og fyrir framan þessa áhorfendur. Það hefði verið skemmtilegra að ná að vinna leikinn en þetta var mjög gaman. Það er verið að púsla liðinu saman og ég held að þetta verði gott tímabil," segir Kristian.

Kristian segir að sitt persónulega markmið sé að halda áfram að stækka hlutverk sitt innan Ajax liðsims.
Athugasemdir
banner