„Við eigum fleiri færi og ef þú tekur heildarbrag liðanna þá spilum við betur," sagði Guðjón Pétur Lýðsson miðjumaður Vals eftir 2-1 tapið gegn Víkingi Ó. í kvöld.
„Við þurfum að líta aðeins í okkar barm. Loka á þessi mark sem við erum að fá okkur og nýta aðeins betur okkar færi."
„Við þurfum að líta aðeins í okkar barm. Loka á þessi mark sem við erum að fá okkur og nýta aðeins betur okkar færi."
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 - 1 Valur
Valsarar eru án stiga eftir tvær umferðir en Guðjón Pétur hefur ekki áhyggjur.
„Ef við værum að spila herfilega væri það en við erum að spila ágætlega. Við erum að skora eitt og eitt mark og þurfum að skora aðeins fleiri. Hægt og rólega munum við slípast saman og ég tel okkur hafa virkilega gott lið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir