„Það var mikið undir fyrir bæði lið," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Fjölni í kvöld.
KA lenti 2-0 undir í leiknum en bæði mörk Fjölnis komu eftir slæm mistök varnarmanna Akureyrarliðsins.
KA lenti 2-0 undir í leiknum en bæði mörk Fjölnis komu eftir slæm mistök varnarmanna Akureyrarliðsins.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 2 KA
Túfa segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á liðið gefa þessi mörk,
„En við ræddum þetta í hálfleik og það var búið að afgreiða þetta þá. Ég ætla bara að hugsa um það hvernig við stigum upp eftir það og sýndum enn og aftur að við gefumst ekki upp. Menn sýndu karakter og gæði með því að jafna."
„Við erum nær fallbaráttu en Evrópubaráttu en það er stutt á milli. Tvö góð úrslit og þú ert kominn í skemmtilega baráttu uppi, tvö góð og þú ert kominn í fallbaráttu."
Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofa en þar er Túfa meðal annars spurður að því af hverju liðið hafi gefið eftir í deildinni eftir frábæra byrjun.
Athugasemdir























