Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fös 09. nóvember 2012 17:00
Magnús Már Einarsson
Gamla markið: Frábært skot Di Canio á lofti
Síðdegis á föstudögum rifjum við á Fótbolti.net upp gamalt og gott mark fyrir helgina. Í dag rifjum við upp mark sem Paolo Di Canio skoraði í leik með West Ham gegn Wimbledon í mars 2000. Ítalinn litríki tók boltann þá viðstöðulaust á lofti framhjá varnarlausum Neil Sullivan í marki Wimbledon. Di Canio notaði magnaða spyrnutækni í skotið en markið var valið mark tímabilsins 1999/2000. Kíkjum á myndband af markinu.

Ef þú átt hugmynd að góðu marki til að rifja upp sendu þá tölvupóst á [email protected]

Eldra efni í ,,gamla markið"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner