Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 10. september 2023 18:15
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 21. umferðar - ÍA með lykilinn að Bestu deildinni
Lengjudeildin
Johannes Vall er leikmaður umferðarinnar.
Johannes Vall er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson.
Aron Elí Sævarsson.
Mynd: Raggi Óla
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA nægir jafntefli á heimavelli gegn Gróttu til að tryggja sér fyrsta sætið í lokaumferðinni sem fram fer næsta laugardag, eina sætið sem gefur beinan þátttökurétt í Bestu deildinni. ÍA vann 4-2 útisigur gegn Njarðvík í 21. umferðinni sem spiluð var í gær. Njarðvíkingar eru í fallhættu þegar ein umferð er eftir.

Jón Þór Hauksson er þjálfari umferðarinnar og Arnór Smárason var með flotta fyrirliðaframmistöðu. En maður leiksins, og jafnframt leikmaður umferðarinnar er:

Leikmaður umferðarinnar
Johannes Vall
Sænski varnarmaðurinn var frábær í liði Skagamanna, eins og rennilás upp og niður völlinn. Átti tvær frábærar stoðsendingar og var allt í öllu.



Afturelding, sem á leik gegn Þrótti í lokaumferðinni, heldur í vonina um að ná toppsætinu aftur í blálokin en liðið vann Ægi auðveldlega 5-0. Aron Elí Sævarsson átti flottan leik í vinstri bakverðinum og Elmar Kári Cogic skoraði tvö mörk og var valinn maður leiksins.

Fjölnir vann 2-1 útisigur gegn Leikni, í leik milli tveggja liða sem eru örugg í úrslitakeppnina. Axel Freyr Harðarson skoraði sigurmarkið en auk hans eru Sigurjón Daði Harðarson, markvörður Fjölnis, og Patryk Hryniewicki, varnamaður Leiknis, eru einnig í úrvalsliði umferðarinnar.

Vestri mun mæta Fjölni í úrslitakeppninni en liðið vann Þrótt, sem er í fallhættu, 2-1. Benedikt Warén heldur áfram að vera geggjaður fyrir Vestra og bjó til bæði mörkin. Fatai Gbadamosi var gríðarlega mikilvægur á miðju Vestramanna.

Selfoss er í fallsæti fyrir lokaumferðina en liðið tapaði 2-1 fyrir Grindavík. Sigurjón Rúnarsson varnarmaður Grindavíkur var maður leiksins. Kristófer Orri Pétursson var maður leiksins þegar Grótta vann 1-0 sigur gegn Þór Akureyri. Langþráður sigur Gróttu sem hafði ekki unnið síðan í fyrri umferðinni!

Lið umferðarinnar:
20. umferð - Hinrik Harðarson (Þróttur)
19. umferð - Benedikt Warén (Vestri)
18. umferð - Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
17. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
16. umferð - Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Innkastið - Mikið í húfi fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner