Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   fös 11. ágúst 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Forréttindi að fá að taka þátt í þessum leik
Þjálfararnir Heimir Guðjónsson og Kristján Guðmundsson.
Þjálfararnir Heimir Guðjónsson og Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er stærsti leikur sumarsins og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessum leik. Við höfum ekki komist í úrslitaleikinn síðan 2010 svo við erum fullir tilhlökkunar," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn ÍBV á morgun.

Þrátt fyrir sigursæld FH-inga hefur liðið ekki verið tíður gestur í bikarúrslitum. Heimir segir að ástæðan sé meðal annars sú að áherslurnar hafi verið á öðru.

„Við höfum einfaldlega ekki náð okkur á strik í þessari keppni í gegnum tíðina. Við höfum verið að detta út á mismundandi tímum en nú erum við komnir alla leið og það er tilhlökkun."

FH-ingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn enda ÍBV verið í fallbaráttu í Pepsi-deildinni undanfarin ár.

„Þetta er bara einn leikur og ÍBV liðið er gott. Það eru margir góðir leikmenn í liðinu og þeir hafa klókan þjálfara sem hefur unnið þennan titil. Við vitum að þó við séum sigurstranglegri þá þurfum við virkilega að hafa fyrir hlutunum til að vinna þennan bikar."

Hvernig býst Heimir við því að ÍBV muni mæta í þennan leik?

„Þeir munu byrja þennan leik sterkt. Fyrstu 20-25 mínúturnar munu þeir koma út og setja okkur undir pressu, reyna að ná inn marki og leggjast svo til baka og beita skyndisóknum," segir Heimir.

Heimir var svo spurður að því að lokum hvort nýju útlendingarnir tveir yrðu með í leiknum á laugardag en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner