Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spáin fyrir enska - 1. sæti
Manchester City
Mynd: Getty Images
Spænski stjórinn - Pep Guardiola
Spænski stjórinn - Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Besti leikmaður deildarinnar.
Besti leikmaður deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Getty Images
Nathan Ake er mættur á Etihad.
Nathan Ake er mættur á Etihad.
Mynd: Heimasíða Man City
Benjamin Mendy berst um vinstri bakvarðarstöðuna og Bernardo Silva olli vonbrigðum í fyrra.
Benjamin Mendy berst um vinstri bakvarðarstöðuna og Bernardo Silva olli vonbrigðum í fyrra.
Mynd: Getty Images
Argentínska markavélin.
Argentínska markavélin.
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 2. sæti er Manchester City.

Um liðið: 'Einungis' deildabikarinn vannst á liðinni leiktíð sem er ekki ásættanlegt. Átján stig skildi að Liverpool og City í toppsætinum og vonbrigði í Meistaradeildinni gegn Lyon. City ætlar sér að vinna meistaratitilinn aftur og áfram er horft á árangur í Evrópu.

Stjórinn: Stóra markmið Guardiola hjá City er að vinna Meistaradeildina og hefur það mistekist í fjórum tilraunum. Samningur spænska stjórans rennur út næsta sumar og gæti þetta því verið lokakafli Pep á Etihad. Tímabilið 2017/18 setti City stigamet og ári seinna varði félagið titilinn sem hafði ekki verið gert í áratug. Mistök Guardiola í Evrópu hefur verið að pæla of mikið í taktík í stað þess að nýtast við það sem gengur vel hjá sínu liði.

Staða á síðasta tímabili: 2. sæti

Styrkleikar: Breidd, Guardiola er með eitthvað sem aðra stjóra dreymir um og það er að hafa úr nokkrum leikmönnum að velja í allar stöður nema kannski í markvarðarstöðunni. Sergio Aguero hefur leitt framlínuna síðasta áratuginn og verið frábær, þetta gæti verið hans síðasta tímabil í Manchester. Ef Aguero er upp á sitt besta verður hann markahæstur í deildinni.

Veikleikar: Vinstri bakvarðarstaðan. Benjamin Mendy og Oleksandr Zinchenko berjast um þessa stöðu og þá hefur Joao Cancelo einnig kíkt yfir úr hægri bakverðinum. Engum þeirra hefur tekist að eigna sér stöðuna. City var í brasi að fylla í skarð Vincent Kompany í vörninni og meiðsli Aymeric Laporte setti stórt strik í reikninginn. Nathan Ake var keyptur í sumar og Koulibaly er á óskalistanum.

Talan: 102. City skoraði 102 mörk í 38 deildarleikjum, sautján mörkum mera en Liverpool.

Lykilmaður: Kevin De Bruyne
Þessi snillingur er besti leikmaður deildarinnar og var valinn það á síðustu leiktíð. De Bruyne skoraði 16 mörk og lagði upp 23 í öllum keppnum. De Bruyne var sá leikmaður sem skapaði langflest færi fyrir sitt lið eða 136 alls, 45 fleiri en næsti maður. Með brotthvarfi David Silva mun reyna enn meira á De Bruyne að stýra sóknarleik City.

Fylgstu með: Phil Foden
Það þarf kannski að biðja neinn um að fylgjast með Foden núna? 'Stockport Iniesta' fær klárlega aukna ábyrgð í liði City með brotthvarfi Silva og þarf að sína að hann sé tilbúinn í stærra hlutverk.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Lærisveinar Pep munu vafalítið halda áfram að skora glás af mörkum og viðbæturnar fram á við spennandi. Einnig verður gaman að sjá hvort nýjasti tengdasonur þjóðarinnar, Phil Foden, geti fyllt skó David Silva strax á fyrstu leiktíð. Kaupin á Nathan Aké fylla mann þó ekkert mikilli bjartsýni um að varnarleikurinn verði betri en á síðustu leiktíð en þar fór mótið hjá City sem tapaði fleiri leikjum á síðustu leiktíð en á tveimur þar á undan. Stoppi Pep í götin aftast getur titilinn aftur farið til Manchester og telja margir þá líklegri enda væntanlega trylltir eftir „klúðrin“ öll á síðustu leiktíð.“

Komnir:
Yan Couto frá Curitiba - Óuppgefið
Pablo Moreno frá Juventus - Leikmannaskipti
Ferran Torres frá Valencia - 24,5 milljónir
Nathan Ake frá Bournemouth - 41 milljónir
Scott Carson frá Derby - Áfram á láni

Farnir:
Felix Correia til Juventus - Leikmannaskipti
Leroy Sane til Bayern - 40,9 milljónir
Jack Harrison til Leeds - Lán
David Silva til Sociedad - Frítt
Claudio Bravo til Betis - Frítt
Angelino til RB Leipzig - Áfram á láni

Fyrstu leikir: Wolves (Ú), Leicester (H) og Leeds (Ú).

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. Man City, 233 stig
2. Liverpool, 229 stig
3. Man Utd, 212 stig
4. Chelsea, 210 stig
5. Arsenal, 192 stig
6. Tottenham, 182 stig
7. Leicester, 161 stig
8. Wolves, 160 stig
9. Everton, 146 stig
10. Southampton, 113 stig
11. Sheffield United, 101 stig
12. Burnley, 99 stig
13. Leeds, 95 stig
14. West Ham, 93 stig
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner