Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   fim 12. apríl 2018 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir Guðjóns ætlar að fá fleiri Íslendinga í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon er staddur út í Færeyjum þar sem hann fylgir Brynjari Hlöðverssyni og Heimi Guðjónssyni í ævintýrum þeirra með HB frá Þórshöfn í toppbaráttunni.

HB lagði Skála að velli í dag með þremur mörkum gegn engu og segir Heimir að nú verði menn að einbeita sér að mikilvægum toppbaráttuslag gegn NSI frá Rúnavík næsta sunnudag.

„Við lentum í pínu basli í fyrri hálfleik en við náðum að standa þetta af okkur, skora gott mark og svo komum við feykilega sterkir inn í seinni hálfleikinn og unnum 3-0. Það er mikilvægur leikur á sunnudaginn og við þurfum að fókusera á það," sagði Heimir eftir sigurinn.

Heimir reyndi að fá fleiri Íslendinga til HB fyrir mót en það gekk ekki. Hann segir það óumflýjanlegt að fleiri samlandar bætist við hópinn í sumar.

„Það var vesen að glugginn lokar hérna 15. mars. Þá ertu með leikmenn sem þjálfarar eru ekki tilbúnir að lána svona snemma því eins og við vitum þá byrjar Íslandsmótið í lok apríl. Þannig ég reyndi eitthvað en það gekk ekki eftir.

„Vonandi gengur betur í sumar, ég held að glugginn opni 15. júní eða í byrjun júní. Ég held það sé óumflýjanlegt að það bætist fleiri Íslendingar við, ég er pottþéttur á því.

„Ef þú tekur stráka sem eru í góðum liðum í Pepsi-deildinni og vilja fara á lán, þá held ég að það sé miklu betra að koma hingað og spila frekar en að fara í næstu deild fyrir neðan, með fullri virðingu fyrir Inkasso-deildinni sem er hörkudeild."


Heimir segist vera á höttunum eftir um það bil einum leikmanni í hverja línu, því er ansi líklegt að nokkrir Íslendingar fari að spila í Færeyjum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner