
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn ótrúlega góður. Ég man sjaldan eftir annarri eins frammistöðu og í fyrri hálfleik, spilanlega séð, hjá íslensku landsliði," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Íslands, eftir svekkjandi jafntefli við Lúxemborg í undankeppni Evrópumótsins.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Lúxemborg
Fyrri hálfleikur var að mestu leyti frábær og var 1-0 forystan sanngjörn. Strákarnir hefðu átt að vera með stærri forystu, klárlega. En seinni hálfleikur var ömurlegur. Þetta var eins og hvítt og svart.
„Við þurfum að klára leikinn í fyrri hálfleik, 3-0 og málið búið. Seinni hálfleikurinn er allt öðruvísi, alls ekki nógu góður. Það var mjög gaman að spila og sérstaklega vinstra megin með Hákon og Arnóri þar sem við erum með mjög góða tengingu."
„Við sköpum okkur fjögur dauðafæri í fyrri hálfleikurinn. Þeir fá meðvindinn í bakið í seinni hálfleik, en við eigum samt að gera betur. Við verðum að taka það jákvæða með okkur úr fyrri hálfleiknum."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir