
Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn Fram í úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
Framarar leiddu 2-0 í hálfleik og 3-2 þegar lítið var eftir en Framarar jöfnuðu og unnu í vítaspyrnukeppninni.
,,Ég vissi að þetta væri langt komið með því fororði að menn halda áfram að gera það seem kom okkur í þess forystu. Þegar við hættum því þá buðum við hættunni heim. Þeir jafna í tvígang og það var lélegur varnarleikur af okkar hálfu," sagði Logi eftir leikinn í dag.
,,Þetta er mjög dapurt, að vera kominn með leikinn í hendurnar og tapa honum."
,,Þessi mörk hjá þeim koma eftir einhverja fyrirgjöf og það var eins og þetta ætti að falla með þeim í dag."
Stjörnumenn töpuðu einnig í bikarúrslitaleiknum í fyrra, þá gegn KR-ingum.
,,Menn þurfa að taka nokkur skref á þrosakbrautinni til að vera gott lið og það tekur stundu tíma. Framararnir eru með söguna með sér en Stjarnan ekki. Við áttum að klára þeta í dag," asgði Logi.
Hér að ofan má sjá viðtalið við Loga í heild sinni.
Athugasemdir