Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 18. júní 2020 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ sektar Elliða vegna ummæla um dómara á Twitter
Ívar Orri meiddist í leiknum.
Ívar Orri meiddist í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað Elliða um 50 þúsund krónur vegna ummæla um Ívar Orra Kristjánsson, dómara, á samfélagsmiðlinum Twitter.

Á Twitter síðu Elliða var því fagnað þegar Ívar Orri meiddist leik Hauka og Elliða í Mjólkurbikar karla, og hann kallaður þöngulhaus.

„Ívar Orri er farinn útaf og leitað er að dómara. Frábærar fréttir, Ívar hefur verið skelfilegur" stóð í einni færslunni en Ívar, sem er FIFA dómari og var valinn dómari ársins á síðasta ári, fór meiddur af velli í leiknum.

Elliði, sem leikur í 3. deild, karla hefur fengið sekt fyrir þessu ósmekklegu ummæli.

Af vef KSÍ
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vill minna á nauðsyn þess að grein 1.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót verði í heiðri höfð, en þar segir: Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.
Athugasemdir
banner
banner
banner