Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   sun 18. ágúst 2024 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Sterling - „Þetta var taktísk ákvörðun“
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var nokkuð ánægður við frammistöðu liðsins í 2-0 tapinu gegn Manchester City í fyrsta deildarleik hans við stjórnvölinn.

Frammistaða Chelsea var ágæt á köflum í leiknum en Man City hafði betur með mörkum frá Erling Braut Haaland og Mateo Kovacic.

„Frammistaðan var góð. Við vorum að berjast við besta lið heims og fannst við spila vel og skapa færi. Stærsti munurinn var inn í teignum og hvernig þeir meðhöndluðu boltann í lokin. Þeir eru bestir í þessu. Við erum ekki hrifnir af því að tapa leikjum en frammistaðan var góð.“

„Við getum klárlega bætt ýmislegt. Við höfum verið saman í aðeins sex vikur en á sama tíma vildum við greina leikinn og reyndum við að spila fótbolta og skapa færi. Þetta var ekki auðvelt en við gerðum vel.“


Raheem Sterling var ekki valinn í leikmannahóp Chelsea fyrir þennan leik, en umboðsmannateymi Sterling sendi frá sér yfirlýsingu þar sem var greint frá því að leikmaðurinn væri óánægður með ákvörðun stjórans.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá sá ég ekki yfirlýsinguna. Ég hef ekkert um þetta að segja. Þetta var taktískt ákvörðun og ekkert meira en það. Á morgun munum við skýra frá þessu ef þörf er á, en ég hef verið mjög skýr með að þetta hafi verið taktísk ákvörðun,“ sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner