Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   sun 18. ágúst 2024 14:51
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling ósáttur að vera ekki í hóp
Mynd: EPA
Raheem Sterling er ekki í leikmannahópi Chelsea sem tekur á móti Manchester City í fyrsta stórleik enska úrvalsddeildartímabilsins.

Þessi ákvörðun Enzo Maresca að hafa Sterling ekki með í leikmannahópinum hefur ekki fallið vel í kramið á leikmanninum sjálfum eða umboðsteymi hans.

„Raheem Sterling er samningsbundinn Chelsea næstu þrjú árin. Hann hefur átt mjög gott undirbúningstímabil þar sem hann mætti tveimur vikum fyrr til æfinga til þess að vera í sem besta standi fyrir upphaf nýrrar leiktíðar," segir í yfirlýsingu frá umboðsteymi Sterling sem var gefin út rétt í þessu.

„Hann á í góðu sambandi við nýjan þjálfara liðsins og er staðráðinn í því að gera sitt besta fyrir Chelsea á tímabilinu. Við bjuggumst við að hann myndi taka þátt í leiknum í dag, sérstaklega eftir að félagið ákvað að nota hann í kynningarefni sínu fyrir opnunarleikinn

„Við höfum alltaf átt í jákvæðum samskiptum við Chelsea FC varðandi framtíð Raheem hjá félaginu og núna bíðum við eftir að fá útskýringar á ástæðunum sem liggja að baki þessari ákvörðun um að hafa hann ekki með í hópnum."


Einhverjir fjölmiðlar hafa greint frá því að Chelsea reyndi að skipta Sterling út fyrir Federico Chiesa, kantmann Juventus, á dögunum en félagaskiptin gengu ekki upp útaf háum launakröfum Sterling.

Sterling er 29 ára gamall og kom að 18 mörkum í 43 leikjum með Chelsea á síðustu leiktíð. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner