Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
England: Markalaust hjá Crystal Palace og Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Crystal Palace 0 - 0 Man Utd

Crystal Palace tók á móti Manchester United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og byrjuðu Rauðu djöflarnir betur.

Man Utd var talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik og skapaði sér fín færi en tókst ekki að skora framhjá Dean Henderson markverði.

Síðari hálfleikurinn var mun jafnari en sá fyrri þar sem bæði lið fengu þokkaleg marktækifæri en boltinn rataði þó aldrei í netið.

Man Utd virtist veikjast við að gera skiptingar í síðari hálfleik á meðan heimamenn í Palace héldu sínu gæðastigi og varð niðurstaðan markalaust jafntefli eftir tíðindalitla viðureign.

Rauðu djöflarnir komust næst því að skora í fyrri hálfleik þegar Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes áttu sitthvort skotið í slá með nokkurra sekúndna millibili.

Sjáðu atvikið

Man Utd er aðeins komið með 7 stig eftir 5 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Crystal Palace á enn eftir að sigra leik og er með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner