
KA urðu í dag Mjólkurbikarmeistarar þegar þeir lögðu Víkinga af velli á Laugardalsvellinum.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 Víkingur R.
„Þetta er svo súreðaliskt maður. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Þetta er bara æðisleg tilfinning." Sagði Ívar Örn Árnason varnarmaður KA eftir leikinn í dag.
KA byrjaði tímabilið heldur brösulega en náðu að snúa tímabilinu og unnu í dag Mjólkurbikarinn 2024.
„Ég skal bara vera fyrstur til að kvitta undir það að það var örugglega enginn og meira að segja hlustandi á ykkur og hlustandi á öll podköst, 'enginn leikmaður kemst í byrjunarliðið' eða 'enginn leikmaður er einusinni nálægt því að vera nógu góður fyrir Víking'. Þetta er bara liðsheild. Þessi stuðningur sem að við erum að fá, þetta er bara algjör bilun og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna."
Þessi lið mættust einnig á síðasta ári en þá hafði Víkingur betur í úrslitum.
„Ég man eftir því að ég sat hérna á bekknum í grenjandi rigningu og fór í viðtöl og var brjálaður og jújú, núna geta þeir kvartað undan einhverjum vítum eða einhverjum dómum en það skiptir ekki máli því við erum bikarmeistarar."
Nánar er rætt við Ívar Örn Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.