Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
banner
   lau 21. september 2024 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Fyrsti sigur Valencia kom gegn Girona
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum, þar sem Orri Steinn Óskarsson lék í markalausu jafntefli með Real Sociedad í fyrsta leik dagsins.

   21.09.2024 13:59
Spánn: Orri Steinn spilaði klukkutíma í markalausu jafntefli


Osasuna tók á móti Las Palmas í næsta leik dagsins og skóp þar dýrmætan sigur þökk sé mörkum frá Ante Budimir og Aimar Oroz.

Las Palmas er óvænt í neðsta sæti spænsku deildarinnar með tvö stig eftir sex fyrstu umferðirnar á nýju tímabili, á meðan Osasuna er í góðri stöðu í efri hlutanum með tíu stig.

Girona hefði einnig getað komið sér í tíu stig með sigri gegn Valencia í dag, en tókst ekki ætlunarverk sitt. Þess í stað vann Valencia sinn fyrsta leik á deildartímabilinu.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Valencia í jöfnum og tíðindalitlum leik, þar sem færanýtingin gerði herslumuninn. Heimamenn skoruðu mörkin með stuttu millibili eftir stoðsendingar frá Pepelu.

Bæði mörk heimamanna komu eftir skot utan vítateigs sem breyttu um stefnu af varnarmanni áður en þau fóru í netið. Afar óheppilegt fyrir Girona, sem situr eftir með 7 stig.

Valencia er aftur á móti með 4 stig eftir þennan sigur.

Osasuna 2 - 1 Las Palmas
1-0 Ante Budimir ('39 , víti)
1-1 Alberto Moleiro ('41 )
2-1 Aimar Oroz ('60 )

Valencia 2 - 0 Girona
1-0 Juanpe ('56 , sjálfsmark)
2-0 Dani Gomez ('58 )
Athugasemdir
banner
banner