Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
banner
   lau 21. september 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: KA vinnur bikarinn í fyrsta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA 2 - 0 Víkingur R.
1-0 Ívar Örn Árnason ('37)
2-0 Dagur Ingi Valsson ('99)

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

KA og Víkingur R. áttust við í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag og úr varð gríðarlega spennandi leikur, þar sem Akureyringar byrjuðu betur.

Markarefurinn Viðar Örn Kjartansson komst nálægt því að skora í tvígang á upphafsmínútum úrslitaleiksins en boltinn rataði ekki í netið.

Víkingar virtust vakna til lífsins um miðbik fyrri hálfleiks en KA-menn voru hvergi hættir og tóku forystuna á 37. mínútu, með marki frá Ívari Erni Árnasyni eftir hornspyrnu. Markið má sjá hér neðst í fréttinni en mögulegt er að Viðar Örn hafi átt síðustu snertingu á boltann í þvögunni sem myndaðist.

Víkingar svöruðu fyrir sig með stangarskoti frá Valdimar Þór Ingimundarsyni en staðan var verðskuldað 1-0 fyrir KA í hálfleik.

KA byrjaði seinni hálfleikinn vel en það var lítið um færi í bragðdaufum seinni hálfleik, sem einkenndist af mikilli baráttu.

Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn færðu Víkingar sig sífellt nær marki KA en tókst þó ekki að skapa mikla hættu fyrr en á lokamínútunum, en Steinþór Már Auðunsson lokaði markinu frábærlega. Vörn Akureyringa gerði virkilega vel að halda út áður en Dagur Ingi Valsson tryggði 2-0 sigur fyrir KA á lokasekúndunum eftir hrikaleg mistök hjá Ingvari Jónssyni, markverði Víkings, sem missti boltann frá sér.

Þetta er merkilegur sigur fyrir KA þar sem þeir eru að vinna bikarkeppni karla á Íslandi í fyrsta sinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner