Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
banner
   lau 21. september 2024 18:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Ingvar Jóns: Þeir áttu sigurinn bara skilið
Ingvar Jónsson markvörður Víkinga
Ingvar Jónsson markvörður Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Víkingar urðu að bíta í það súra epli að horfa á eftir bikarmeistaratitlinum í dag þegar þeir töpuði fyrir KA í úrslitum á Laugardalsvelli.


Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Þetta er mjög súrt. Við erum vanir að vinna svona leiki og vinna þessa stóru leiki en eins og sannir sigurvegarar þá verðum við að kunna að tapa líka og virða það að KA voru bara flottir í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir áttu sigurinn bara skilið" Sagði Ingvar Jónsson markvörður Víkinga eftir leikinn í dag.

KA byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru yfir í baráttunni gegn Víkingum lengst af leiknum en hvað var það sem vantaði uppá hjá Víkingum? 

„Bara einhvernveginn að gera hlutina aðeins hraðar og komast í gegnum þá. Komast í fleirri fyrirgjafir og fleirri skot en þeir bara spiluðu vel og 'counter'uðu okkur vel og fengu ágætis færi áður en þeir skoruðu líka." 

„Mér skilst að þetta hafi verið rangstöðumark [fyrra mark KA] og það er alltaf svekkjandi og svo fannst mér Valdi líka átt að fá víti í fyrri hálfleik líka en svona er bara boltinn. Það skiptir ekki máli." 

KA skoruðu annað markið djúpt inn í uppbótartíma sem var virkilega svekkjandi fyrir Víkinga.

„Oliver bara í staðin fyrir að skalla boltann því það er lítið eftir þá reynir hann að skalla hann heim og svona getur gerst þegar maður vill ekki sóa neinum sekúndum. Skiptir engu máli eitt eða tvö núll."

Nánar er rætt við Ingvar Jónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner