Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Völsungur gerði jafntefli - Spenna fyrir lokaumferðina
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Völsungur 3 - 3 ÍH
0-1 Birta Árnadóttir ('11 )
0-2 Eva Marín Sæþórsdóttir ('18 )
0-3 Birta Árnadóttir ('55 )
1-3 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('66 )
2-3 Berta María Björnsdóttir ('84 )
3-3 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('92 )
Rautt spjald: Viridiana Kloss, Völsungur ('80)
Rautt spjald: Arndís Dóra Ólafsdóttir, ÍH ('87)

Völsungur tók á móti ÍH í toppbaráttu 2. deildar kvenna, þar sem Völsungur er í harðri baráttu við KR um annað sætið sem veitir þátttökurétt í Lengjudeildina á næsta ári.

Þetta var því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir heimakonur á Húsavík, en það voru þó Hafnfirðingar sem fóru talsvert betur af stað í dag.

Birta Árnadóttir og Eva Marín Sæþórsdóttir skoruðu sitthvort markið í fyrri hálfleik, áður en Birta setti þriðja mark leiksins tíu mínútum eftir leikhlé.

Staðan var þar orðin 0-3 fyrir ÍH en Völsungur þurfti helst sigur í baráttunni um 2. sæti deildarinnar.

Hildur Anna Brynjarsdóttir minnkaði muninn fyrir heimastúlkur á 66. mínútu en svo fékk Viridiana Vazquez Kloss að líta beint rautt spjald á 80. mínútu.

Völsungur var því leikmanni færri og tveimur mörkum undir, en gaf ekki upp vonina. Berta María Björnsdóttir minnkaði muninn niður í eitt mark á 84. mínútu og fékk Arndís Dóra Ólafsdóttir rautt spjald í liði gestanna skömmu síðar.

Leikurinn var því kláraður 10 gegn 10 og tókst Höllu Bríeti Kristjánsdóttur að gera jöfnunarmark í uppbótartíma til að bjarga stigi fyrir Völsung.

Völsungur jafnar KR þannig á stigum í öðru sæti deildarinnar fyrir lokaumferð deildartímabilsins.

KR og Völsungur eiga bæði 42 stig eftir 19 umferðir, en KR er með +42 í markatölu á meðan Völsungur er með +41.

KR tekur á móti Einherja í lokaumferð deildartímabilsins á meðan Völsungur heimsækir Hauka.
Athugasemdir
banner
banner
banner