Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Markalaust í stórleiknum - Mikael byrjaði í sigri gegn Genoa
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild ítalska boltans, þar sem Juventus og Napoli gerðu markalaust jafntefli í stórleik.

Viðureignin fór fram í Tórínó en bauð ekki upp á mikla skemmtun, þar sem afar lítið var um marktækifæri.

Napoli var að koma sér í betri stöður í leiknum en tókst þó ekki að skapa mikla hættu, svo lokatölur urðu 0-0.

Napoli er með 10 stig eftir 5 umferðir, einu stigi fyrir ofan Juventus sem er enn taplaust undir stjórn Thiago Motta.

Nýliðar Venezia lögðu þá Genoa að velli í fyrri leik dagsins þar sem Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Feneyinga og spilaði góðan leik.

Mikael spilaði framarlega á miðjunni og sýndi flottar rispur áður en honum var skipt af velli á 79. mínútu.

Finnski framherjinn Joel Pohjanpalo klúðraði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 en innsiglaði svo sigur Feneyinga með marki á 85. mínútu, eftir að Gianluca Busio hafði tekið forystuna 20 mínútum fyrr.

Þetta er fyrsti sigurinn í efstu deild fyrir nýliða Venezia, sem eru með fjögur stig eftir fimm fyrstu umferðirnar á nýju tímabili. Genoa er með fimm stig.

Juventus 0 - 0 Napoli

Venezia 2 - 0 Genoa
0-0 Joel Pohjanpalo, misnotað víti ('58)
1-0 Gianluca Busio ('63)
2-0 Joel Pohjanpalo ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner