Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   fim 22. ágúst 2013 14:49
Magnús Már Einarsson
Hlynur Svan: Einn leikmaður kemur heim í leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Stemningin er virkilega góð. Það er tilhlökkun fyrir þessum leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í dag en liðið mætir Þór/KA í úrslitum Borgunarbikarsins á laugardag.

,,Ég held að möguleikarnir séu hnífjafnir. Þegar komið er út í bikarúrslitaleik þá myndi ég halda að dagsformið skipti gríðarlega miklu máli."

Meiðsli eru í herbúðum Breiðabliks fyrir leikinn á laugardag.

,,Staðan á leikmannahópnum gæti verið betri. Það er stutt síðan að við spilum síðast í deildinni, það var á þriðjudagskvöld þar sem við lentum í hörðum leik við Selfoss. Það fóru leikmenn meiddir út af þar en þær eru að skríða saman. Ég veit ekki alveg hvort þær eru klárar eða ekki, það verður bara að koma í ljós," sagði Hlynur.

,,Að sjálfsögðu hefði ég viljað fá aðeins lengri hvíld. Við spiluðum á þriðjudagskvöld og þessi leikur er á laugardag en svona er þetta og við tökum því."

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og María Rós Arngrímsdóttir eru báðir í námi í Bandaríkjunum og önnur þeirra kemur til landsins sérstaklega fyrir bikarleikinn.

,,Við erum með tvo leikmenn sem hafa farið út í nám og annar þeirra kemur heim," sagði Hlynur sem vill ekki gefa upp hvor leikmaðurinn flýgur heim.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner