Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 24. október 2023 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær frá Snæfellsnesi í landsliðinu - „Hugsaði þá að ég ætti séns"
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður mjög vel," sagði Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, í samtali við Fótbolta.net í dag. Aldís er mætt í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn.

„Þetta var smá sjokkerandi fyrst (að fá fréttirnar) en svo var ég bara mjög sátt."

Aldís, sem er 19 ára gömul, var einn öflugasti markvörður Bestu deildarinnar í sumar. Hún var að spila sitt fyrsta tímabil í deildinni en hún lék afskaplega vel með FH sem kom á óvart með því að vera í efri hlutanum.

„Ég þekki nokkrar af stelpunum í hópnum en þær hafa tekið mjög vel á móti mér," segir Aldís en hún tók mikilvægt skref yfir til FH frá Val í fyrra.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun ég þurfti að hugsa um að fá að spila. Ég dýrka að vera í FH."

Aldís er uppalin á Snæfellsnesi en þær eru núna tvær í landsliðinu sem stigu sín fyrstu skref í fótboltanum þar; Aldís og Sædís Rún Heiðarsdóttir. Var Aldís á sínum yngri árum að búast við því að verða A-landsliðsmarkvörður í framtíðinni?

„Nei, alls ekki. Það var svolítið bara að mæta til að hafa gaman. Svo var ég valin í U15 og ég hugsaði þá að ég ætti séns," sagði Aldís. „Ég og Sædís erum náskyldar. Við náum vel saman og ólumst upp saman í 16 ár. Við erum mjög góðar vinkonur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner