Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   þri 24. október 2023 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær frá Snæfellsnesi í landsliðinu - „Hugsaði þá að ég ætti séns"
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður mjög vel," sagði Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, í samtali við Fótbolta.net í dag. Aldís er mætt í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn.

„Þetta var smá sjokkerandi fyrst (að fá fréttirnar) en svo var ég bara mjög sátt."

Aldís, sem er 19 ára gömul, var einn öflugasti markvörður Bestu deildarinnar í sumar. Hún var að spila sitt fyrsta tímabil í deildinni en hún lék afskaplega vel með FH sem kom á óvart með því að vera í efri hlutanum.

„Ég þekki nokkrar af stelpunum í hópnum en þær hafa tekið mjög vel á móti mér," segir Aldís en hún tók mikilvægt skref yfir til FH frá Val í fyrra.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun ég þurfti að hugsa um að fá að spila. Ég dýrka að vera í FH."

Aldís er uppalin á Snæfellsnesi en þær eru núna tvær í landsliðinu sem stigu sín fyrstu skref í fótboltanum þar; Aldís og Sædís Rún Heiðarsdóttir. Var Aldís á sínum yngri árum að búast við því að verða A-landsliðsmarkvörður í framtíðinni?

„Nei, alls ekki. Það var svolítið bara að mæta til að hafa gaman. Svo var ég valin í U15 og ég hugsaði þá að ég ætti séns," sagði Aldís. „Ég og Sædís erum náskyldar. Við náum vel saman og ólumst upp saman í 16 ár. Við erum mjög góðar vinkonur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir