Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   þri 24. október 2023 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær frá Snæfellsnesi í landsliðinu - „Hugsaði þá að ég ætti séns"
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður mjög vel," sagði Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, í samtali við Fótbolta.net í dag. Aldís er mætt í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn.

„Þetta var smá sjokkerandi fyrst (að fá fréttirnar) en svo var ég bara mjög sátt."

Aldís, sem er 19 ára gömul, var einn öflugasti markvörður Bestu deildarinnar í sumar. Hún var að spila sitt fyrsta tímabil í deildinni en hún lék afskaplega vel með FH sem kom á óvart með því að vera í efri hlutanum.

„Ég þekki nokkrar af stelpunum í hópnum en þær hafa tekið mjög vel á móti mér," segir Aldís en hún tók mikilvægt skref yfir til FH frá Val í fyrra.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun ég þurfti að hugsa um að fá að spila. Ég dýrka að vera í FH."

Aldís er uppalin á Snæfellsnesi en þær eru núna tvær í landsliðinu sem stigu sín fyrstu skref í fótboltanum þar; Aldís og Sædís Rún Heiðarsdóttir. Var Aldís á sínum yngri árum að búast við því að verða A-landsliðsmarkvörður í framtíðinni?

„Nei, alls ekki. Það var svolítið bara að mæta til að hafa gaman. Svo var ég valin í U15 og ég hugsaði þá að ég ætti séns," sagði Aldís. „Ég og Sædís erum náskyldar. Við náum vel saman og ólumst upp saman í 16 ár. Við erum mjög góðar vinkonur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner