Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 24. október 2023 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær frá Snæfellsnesi í landsliðinu - „Hugsaði þá að ég ætti séns"
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður mjög vel," sagði Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, í samtali við Fótbolta.net í dag. Aldís er mætt í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn.

„Þetta var smá sjokkerandi fyrst (að fá fréttirnar) en svo var ég bara mjög sátt."

Aldís, sem er 19 ára gömul, var einn öflugasti markvörður Bestu deildarinnar í sumar. Hún var að spila sitt fyrsta tímabil í deildinni en hún lék afskaplega vel með FH sem kom á óvart með því að vera í efri hlutanum.

„Ég þekki nokkrar af stelpunum í hópnum en þær hafa tekið mjög vel á móti mér," segir Aldís en hún tók mikilvægt skref yfir til FH frá Val í fyrra.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun ég þurfti að hugsa um að fá að spila. Ég dýrka að vera í FH."

Aldís er uppalin á Snæfellsnesi en þær eru núna tvær í landsliðinu sem stigu sín fyrstu skref í fótboltanum þar; Aldís og Sædís Rún Heiðarsdóttir. Var Aldís á sínum yngri árum að búast við því að verða A-landsliðsmarkvörður í framtíðinni?

„Nei, alls ekki. Það var svolítið bara að mæta til að hafa gaman. Svo var ég valin í U15 og ég hugsaði þá að ég ætti séns," sagði Aldís. „Ég og Sædís erum náskyldar. Við náum vel saman og ólumst upp saman í 16 ár. Við erum mjög góðar vinkonur."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner