Víkingur gerði 2-2 jafntefli við KA í kvöld á Víkingsvelli í Pepsí-deild karla þar sem Alex Freyr jafnaði metin í blálokin fyrir heimamenn. Alex sagði að hann hefði haft trú á því allan tímann eftir fyrra markið að þeir myndu jafna leikinn.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 KA
„Vissulega ánægjulegt að ná að jafna í lokin en leikurinn ekkert brjálæðislega flottur af okkar hálfu. Við vorum bara miklu aggresívari í seinni hálfleik eftir að hafa verið eins og kettlingar í fyrri hálfleik. Við höfðum trú á þessu allan tímann."
Háværar sögusagnir hafa verið um að Alex sé búinn að samþykkja að ganga til liðs við KR eftir tímabilið. Alex vildi ekki neita því og sagði að það væri í ferli en sagði þó að ekki væri neitt komið staðfest.
„Ég er að verða samningslaus og eins og hjá flestum samningslausum leikmönnum má ræða við þá núna. Það er bara í gangi akkúrat núna. Það er ekki komið staðfest á KSÍ ennþá þannig það er ekkert 100 prósent"
Athugasemdir