Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mán 26. ágúst 2024 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörtur færir sig til í Seríu B (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hjörtur Hermannsson er nýr leikmaður ítalska félagsins Carrarese. Frá þessu greinir félagið í dag en Hjörtur færir sig um set innan Ítalíu þar sem hann hefur leikið með Pisa undanfarin ár.

Carrarese er líkt og Pisa í næstefstu deild Ítalíu, Seríu B.

Liðið fór upp úr C-deildinni í vor í gegnum umspilið. Félagið var stofnað árið 1908 og í vor komst liðið upp í B-deild í fyrsta sinn í 76 ár.

Hjörtur er 29 ára og var í þrjú ár hjá Pisa en þangað var hann keyptur frá Bröndby. Hann var ekki í stóru hlutverki á síðasta tímabili og kom einungis við sögu í tæplega helming leikjanna.

Hann á að baki 27 landsleiki og var síðast í hópnum í mars á þessu ári. Hjörtur skrifar undir eins árs samning við félagið. Hann er uppalinn í Fylki og hefur erlendis verið hjá PSV, Gautaborg, Bröndby, Pisa og nú Carrarese.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn hingað til Carrara. Félagð sýndi mér mikinn áhuga og ég fann að það var mikil trú á mér. Þess vegna, þrátt fyrir áhuga annars staðar frá, þá vel ég Carrarese. Ég vonast til að spila reglulega og ég vil hjálpa liðinu að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett fyrir tímabilið. Ég get ekki beðið eftir því að hitta alla í liðinu og kringum félagið, og byrja þennan nýja kafla á mínum ferli," sagði Hjörtur við undirskrift.

Einungis eru 60 km frá Pisa til Carrara svo Hjörtur þarf ekki að flytja langt. Liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina og á leik gegn Sudtirol á morgun.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner