Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sarri dreymir um að stýra Boca Juniors
Mynd: EPA

Maurizio Sarri dreymir um að stýra argentíska liðinu Boca Juniors áður en ferlinum lýkur.


Sarri er orðinn 65 ára gamall en hann stýrði síðast Lazio frá 2021 þar til hann sagði upp í mars á þessu ári.

„Ég sé þetta ekki fyrir mér sem síðasta dansinn. Ég vil enn þjálfa og tel mig vera í stöðu til að gefa eitthvað frá mér. Boca Juniors eer draumur, það ere klikkað og ég veit ekki hvort það sé framkvæmanlegt," sagði Sarri.

„Ég myndi elska það að fá tækifæri til að stýra Boca Juniors einhverntíman á ferlinum. Að verða stjóri Boca yrði stórkostlegt."

Ásamt Lazio hefur Sarri stýrt liðum á borð við Napoli, Chelsea og Juventus.


Athugasemdir
banner