Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fordæma hegðun Martínez og vilja að honum verði refsað
Mynd: EPA

Samtök íþróttafréttamanna í Kólumbíu hafa farið fram á að Emiliano Martínez, leikmaður Aston Villa, verði refsað af FIFA eftir að hann ýtti myndatökumanni frá sér eftir tap Argentínu gegn Kólumbíu á dögunum.


Argentína tapaði leiknum 2-1 en eftir leikinn var Martinez að þakka mönnum fyrir leikinn en þegar myndavél kom í áttina að honum brást hann illa við og sló hressilega í hönd myndatökumannsins með þeim afleiðingum að hann mssti hana í jörðina.

Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„ACORD fordæmir harðlega yfirgangi Emiliano Martínez, markvarðar argentínska liðsins í garð myndatökumanns í lok leiksins í Barranquilla,“ segir í yfirlýsingu þeirra.

„Að slá hendinni í myndatökumanninn með þeim afleiðingum að myndavélin falli í grasið er árás á tjáningarfrelsið sem við viljum ekki."


Athugasemdir
banner
banner
banner