Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Yamal myndi spila fyrir bestu lið Barca í sögunni"
Mynd: Getty Images

Lamine Yamal, 17 ára gamall leikmaður Barcelona, hefur fengið stórt hrós frá Deco, yfirmanni fótboltamála félagsins. Yamal hefur stokkið hratt upp á sjónarsviðið með Barcelona og spænska landsliðinu.

Hann lék stórt hlutverk þegear spænska landsliðið varð Evrópumeistari í sumar.


Deco er fyrrum leikmaður Barcelona en hann spilaði með liðinu þegar það var upp á sitt besta og vann fjöldan allan af titlum.

„Hann er ekki bara góður tæknilega. Lamine Yamal er mjög sterkur andlega. Hann sker sig úr frá öðrum þar. Hann finnur ekki þungann af því að vera fulltrúi Barca og landsliðsins á stóra sviðinu. Hann myndi spila fyrir bestu lið Barca í sögunni," sagði Deco.


Athugasemdir
banner
banner
banner