Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Militao klár í slaginn gegn Real Sociedad
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var stress í Madrid í landsleikjahléinu þar sem þrír leikmenn Real Madrid snéru snemma heim vegna meiðsla.


Aurelien Tchouameni, Ferland Mendy og Eder Militao þurftu allir að yfirgefa landsliðin sín og snúa aftur til Madrídar en þeir eru allir að ná ótrúlega skjótum bata.

Svo skjótum bata að spænskir fjölmiðlar greina frá því að Mendy og Militao séu klárir í slaginn þegar Real heimsækir Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad á laugardaginn.

Tchouameni á hins vegar aðeins lengra í land en verður líklega ekki lengi frá.


Athugasemdir
banner
banner
banner