Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fös 13. september 2024 10:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alisson er númer eitt og Kelleher skilur stöðuna
Kelleher
Kelleher
Mynd: Getty Images
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Caoimhin Kelleher, varamarkvörður Liverpool og aðalmarkvörður írska landsliðsins, tjáði sig í vikunni um stöðu sína hjá Liverpool. Hann vill spila meira en hann gerir og hefur gefið í skyn að hann vilji fara frá Liverpool.

Arne Slot, stjóri Liverpool, tjáði sig um Kelleher á fréttamannafundi í dag.

„Ég myndi hafa áhyggjur ef leikmaður segði að hann vildi ekki spila og vildi vera á bekknum út lífið," sagði hollenski stjórinn.

„Það er eðlilegt að vilja spila en það er líka eðlilegt að félag eins og Liverpool sem er að reyna berjast um bikara sé með meira en ellefu leikmenn sem geta spilað. Eins lengi og þeir geta sætt sig við stöðuna - er ekki alveg sama - heldur samþykkja að hjálpa liðinu þegar þeir þurfa, þá er það góð staða að vera í."

„Caoimhin hefur sýnt mörgum sinnum að hann er tilbúinn þegar við þurfum á honum að halda. Það er gott að hann vilji spila. Það er nokkuð skýrt að Alisson er númer eitt en þetta er eðlileg staða að vera í og Caoimhin hefur höndlað hana vel,"
sagði Slot.

Liverpool er með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir þrjár umferðir. Liðið tekur á móti Nottingham Forest á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 7 6 0 1 13 2 +11 18
2 Man City 7 5 2 0 17 8 +9 17
3 Arsenal 7 5 2 0 15 6 +9 17
4 Chelsea 7 4 2 1 16 8 +8 14
5 Aston Villa 7 4 2 1 12 9 +3 14
6 Brighton 7 3 3 1 13 10 +3 12
7 Newcastle 7 3 3 1 8 7 +1 12
8 Fulham 7 3 2 2 10 8 +2 11
9 Tottenham 7 3 1 3 14 8 +6 10
10 Nott. Forest 7 2 4 1 7 6 +1 10
11 Brentford 7 3 1 3 13 13 0 10
12 West Ham 7 2 2 3 10 11 -1 8
13 Bournemouth 7 2 2 3 8 10 -2 8
14 Man Utd 7 2 2 3 5 8 -3 8
15 Leicester 7 1 3 3 9 12 -3 6
16 Everton 7 1 2 4 7 15 -8 5
17 Ipswich Town 7 0 4 3 6 14 -8 4
18 Crystal Palace 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Southampton 7 0 1 6 4 15 -11 1
20 Wolves 7 0 1 6 9 21 -12 1
Athugasemdir
banner
banner