Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 22:30
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Haralds: Ástæða til að varpa ljósi á dapurlegan málflutning
Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri Víkings t.h
Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri Víkings t.h
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oft hefur verið leikið við misjafnar aðstæður hér á landi
Oft hefur verið leikið við misjafnar aðstæður hér á landi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik lék á Kópavogsvelli í lok nóvember í fyrra en þurfti að leika um miðjan dag vegna flóðlýsingar.
Breiðablik lék á Kópavogsvelli í lok nóvember í fyrra en þurfti að leika um miðjan dag vegna flóðlýsingar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kvennalið Breiðabliks atti kappi við Real Madrid á Kópavogsvelli í Meistaradeild kvenna í desember árið 2021
Kvennalið Breiðabliks atti kappi við Real Madrid á Kópavogsvelli í Meistaradeild kvenna í desember árið 2021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar birti í dag á Vísi skoðannpistill undir heitinu. Al­þjóð­legar kröfur um króknandi en vel upplýsta leik­menn Þar veltir Pawel fyrir sér sinni sýn á vandræði þau sem Víkingar standa frammi fyrir er varða heimleiki liðsins sem framundan eru í Sambandsdeild Evrópu.

   07.09.2024 11:25
Víkingar í vandræðum með ríkið og Reykjavíkurborg - 85% á að heimaleikir þeirra fari til Færeyja


„Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum.“

Pawel veltir í pistli sínum fyrir sér kröfum UEFA til liða sem taka þátt í deildarkeppni Evrópukeppna og kostnaðinn sem af þeim hlýst og þá hver eigi að greiða fyrir. Þá bendir hann einnig á árstímann sem síðustu leikir Víkinga eiga að fara fram en síðasti heimaleikur Víkinga á að fara fram þann 12.desember næstkomandi.

Er það að spila á Íslandi í desember vandamál?
Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum?

Kröfurnar nauðsyn eða ekki?
„Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær.“

Vandar fyrrum formanni Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs ekki kveðjurnar.
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkinga sem staðið hefur í ströngu síðustu daga vegna þessara mála svarað pistli Pawels á Facebook síðu þess síðarnefnda í kvöld þar sem Pawel hafði sett inn tengil á pistill sinn. Sagði Haraldur.

„Ótrúleg vonbrigði að lesa þessa grein Pawel Bartoszek Ekkert land í Evrópu býr við þessar aðstæður. Ekkert. Var að koma frá Andorra. 80þ manns. Nýr glæsilegur völlur fyrir 6000 áhorfendur tekinn í notkun næsta vor. UEFA hefur ekki bannað að spila á Laugardalsvelli. Völlurinn lendir hins vegar undir framkvæmdum í haust. Trúi því að þú þekkir það. Kannski er ástæðan fyrir því að þú þekkir ekki staðreyndir sú að þú ert vara borgarfulltrúi í dag en ekki formaður málaflokksins líkt og áður. Það hefur ekkert mjakast. Ekkert. Allar nýframkvæmdir mannvirkja eru gerðar mtt lágmarkskrafna hverju sinni. Ef Framvöllurinn hefði fengið ljós sem uppfylla 1200/1400 LUX þá fullyrði ég að við værum ekki í þessum sporum meðan framkvæmdir í Laugardalnum klárast. Slíkt hefði kostað 40-50 mills aukalega.
Þetta er ömurlegt pólitískt útspil og fjarri staðreyndum. Skamm.“


Enn er ekki ljóst hvar heimaleikir Víkinga í Sambandsdeildinni þetta árið verða leiknir. Félagið fékk viðbótarfrest til þess að koma þeim málum á hreint og von er á að málin skýrist á allra næstu dögum.

   11.09.2024 13:52
„Þetta er flókið mál en það er ekk­ert að frétta“

Athugasemdir
banner
banner
banner