Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   fim 12. september 2024 08:53
Elvar Geir Magnússon
Arteta framlengir til 2027
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur samþykkt nýjan samning við félagið til 2027. Fyrri samningur hans var að renna út eftir tímabilið.

Arteta hefur verið stjóri Arsenal síðan 2019 en áður var hann aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City.

Hann stýrði Arsenal til sigurs í FA-bikarnum 2020.

Nýr samningur hans verður staðfestur fyrir nágrannaslaginn gegn Tottenham sem fram fer á sunnudag. Arsenal hefur endað í öðru sæti, fyrir aftan Manchester City, síðustu tvö tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal vann fyrstu tvo deildarleiki sína á þessu tímabili, áður en liðið gerði jafntefli gegn Brighton.

Á leikmannaferli sínum lék Arteta 150 leiki fyrir Arsenal.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 4 4 0 0 11 3 +8 12
2 Arsenal 4 3 1 0 6 1 +5 10
3 Newcastle 4 3 1 0 6 3 +3 10
4 Liverpool 4 3 0 1 7 1 +6 9
5 Aston Villa 4 3 0 1 7 6 +1 9
6 Brighton 4 2 2 0 6 2 +4 8
7 Nott. Forest 4 2 2 0 4 2 +2 8
8 Chelsea 4 2 1 1 8 5 +3 7
9 Brentford 4 2 0 2 6 6 0 6
10 Man Utd 4 2 0 2 5 5 0 6
11 Bournemouth 4 1 2 1 5 5 0 5
12 Fulham 4 1 2 1 4 4 0 5
13 Tottenham 4 1 1 2 6 4 +2 4
14 West Ham 4 1 1 2 5 6 -1 4
15 Leicester 4 0 2 2 5 7 -2 2
16 Crystal Palace 4 0 2 2 4 7 -3 2
17 Ipswich Town 4 0 2 2 2 7 -5 2
18 Wolves 4 0 1 3 4 11 -7 1
19 Southampton 4 0 0 4 1 8 -7 0
20 Everton 4 0 0 4 4 13 -9 0
Athugasemdir
banner
banner
banner