Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fim 12. september 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
„Hans verður saknað“
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Thomas Frank.
Thomas Frank.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Ivan Toney yfirgaf Brentford á gluggadeginum og gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu.

Thomas Frank stjóri Brentford segir að hans verði sárt saknað.

„Það er klárt, hans verður saknað. Ég mun klárlega sakna hans og við óskum hans alls hins besta í framtíðinni," segir Frank.

„Við fengum góða æfingu í því að spila án hans á síðasta tímabili. Við lékum tvo/þriðju tímabilsins án hans. Leikmenn hafa þegar stigið upp og menn þurfa að taka ábyrgð í klefanum og verða leiðtogar. Við erum með leikmenn sem eru tilbúnir í það."

Rétt fyrir gluggalok keypti Brentford brasilíska vængmanninn Gustavo Nunes frá Gremio fyrir um tíu milljónir punda. Hann er átján ára gamall.

„Gustavo er bara átján ára og mun vonandi læra mikið yfir árin. Gustavo er leikmaður sem ég held að geti hjálpað okkur bráðlega en hann er lítillega meiddur," segir Frank.

Brentford heimsækir Manchester City á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner