Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bentancur gæti fengið langt bann fyrir ummæli um liðsfélaga
Son og Bentancur.
Son og Bentancur.
Mynd: Getty Images
Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham, sætir ákæru af hálfu enska fótboltasambandsins vegna ummæla sem hann lét falla um liðsfélaga sinn, Son Heung-min, í sumar.

Úrúgvæskur sjónvarpsmaður bað Bentancur um að gefa sér Tottenham treyju og þá svaraði miðjumaðurinn:

„Viltu treyjuna frá Sonny? Hún gæti líka verið frá frænda hans þar sem þeir líta allir eins út."

Bentancur baðst síðar afsökunar á Instagram og sagði ummæli sín vera „mjög slæman brandara“. Son samþykkti afsökunarbeiðnina.

Bentancur hefur núna verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir niðrandi ummæli en hann hefur til 19. september til að svara fyrir ummælin.

Fjölmiðlamaðurinn Alasdair Gold segir að Bentancur fari mögulega í 6-12 leikja bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner