Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp fundaði með Bandaríkjunum áður en Pochettino var ráðinn
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Athletic segir að Jurgen Klopp hafi velt því fyrir sér að taka við bandaríska landsliðinu eftir að hann hætti hjá Liverpool.

Klopp hefur talað um að hann sé ekki á leið í nýtt starf strax og jafnvel ýjað að því að hann snúi mögulega ekki aftur í stjórastarf.

En þrátt fyrir að hafa viljað fara í frí fannst honum landsliðsþjálfarastarf Bandaríkjanna allavega það áhugavert að hann var tilbúinn að hlusta.

Nokkrum vikum eftir að hann hætti á Anfield þá fundaði hann oftar en einu sinni með Matt Crocker, yfirmanni fótboltamála hjá bandaríska sambandinu.

Bandaríkin halda HM 2026 en einnig verður leikið í Kanada og Mexíkó. Mauricio Pochettino var í gærkvöldi staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner